Fyrsta fréttabréf Kötlu

Smábókaskápurinn er rafrænn bókaskápur þar sem bæði er hægt að lesa textann og hlusta samtímis. Slíkt þjálfar ekki bara lestrarfærni heldur einnig framburð. Á hverri síðu er síðan að finna verkefni þar sem svara þarf spurningum úr textanum og leysa ýmsar þrautir. Athugið að bókunum er raðað eftir þyngd.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
Lestrarhestur

Ég útbjó afar mjög einfaldan lestrarhest sem hægt er að prenta út (báðu megin), brjóta saman og nota til að halda utan um lesturinn. Ég nota þetta skráningarform í minni kennslu og umbuna fyrir hverja lesna bók með límmiða. Það hefur auðvitað hver sinn hátt á hvað það varðar.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
Katla er tveggja ára

Frá upphafi hefur því verið lögð áhersla á að bjóða upp á metnaðarfulla, einstaklingsmiðaða og faglega þjónustu ásamt greiðu aðgengi að fjölbreyttu námsefni. Nemendur, sem koma frá öllum heimshornum, eru á öllum aldri og hlutfall fullorðinna sem vilja læra íslensku hefur aukist jafnt og þétt.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
Sumarlestur

Lestrarbingó er ein leið til þess að gera heimalesturinn meira spennandi. Það finnast ótal mörg lestrarbingó á vefnum en ég fann hinsvegar skemmtilegt sumarlestrarbingóspjald á danskri síðu sem mér fannst henta betur við þær aðstæður sem börn búsett erlendis þekkja.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
Sauðburður

Myndbandið hér fékk ég sent frá Eyþóri syni mínum en hann tók þátt í sauðburði í fyrsta sinn nú um helgina. Þar lærði hann réttu handtökin og hafði virkilega gaman af.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
Fjarkennsla

Fjarkennsla getur verið alls konar. Það sem hentar einum, hentar ekki öðrum. Mín reynsla er þó sú að nemendur vilja eiga möguleika á persónulegum samskiptum við kennarann sinn því margir eiga erfitt með að halda áætlun án þess að “mæta” einhvers staðar.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
Uppáhalds námsefnið mitt

Eftir að ég fór að kenna íslensku í útlöndum hef ég komist að því að sumt þykir mér henta betur en annað til íslenskukennslu í útlöndum. Ég nota vef Menntamaálstofnunar alveg gríðarlega mikið og þar inni er hafsjór af virkilega góðu námsefni. Ég ákvað því að setja saman smá lista yfir það námsefni sem ég nota hvað mest. Listinn er ekki tæmandi og það er svolítið erfitt að segja til um hvaða námsefni hæfir hverju aldursbili því í raun er það íslenskukunnáttan sem ræður mestu um hvaða námsefni hentar hverju sinni.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
Íslenska fyrir unglinga

Undanfarnar vikur hef ég unnið að því að þróa sérstakt námskeið ætlað íslenskum unglingum búsettum erlendis. Hugmyndin kviknaði þegar sonur okkar hjóna óskaði eftir því að fara í íslenskan framhaldsskóla. Ég hafði eðlilega örlitlar áhyggjur af því hvernig honum myndi ganga, eftir 4 ár í Danmörku, en það hefur sem betur fer gengið vel, þó það hefði vissulega verið gott að skerpa aðeins á íslenskunni áður.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
Íslensku málhljóðin

Líkt og aðrir sem kenna fleirtyngdum börnum íslensku, hef ég ítrekað rekið mig á hversu erfitt það getur verið að tileinka sér íslensku málhljóðin. Oftast eru þetta sérhljóðarnir og augljósir samhljóðar eins og R, Þ, og Ð. Íslensk börn, búsett erlendis, tapa oft eiginleikanum til að greina og skilja einstök séríslensk málhljóð og eiga því erfitt með að bera þau fram.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
PISA og skólamenning

Ég hef verið hugsi eftir enn eina PISA könnunina þar sem íslensk grunnskólabörn koma illa út í lesskilningshluta PISA, þrátt fyrir gríðarlega vinnu af hendi stjórnvalda og skólafólks til að efla lestrarfærni íslenskra grunnskólabarna.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
NIK

Frá því ég fluttist til Danmerkur hef ég fylgst nokkuð náið með umræðu um tvítyngd börn og stöðu þeirra í skólakerfinu. Í nýlegri frétt í Morgunblaðinu kemur fram að íslenskar rannsóknir sýni að tvítyngd börn standi eintyngdum börnum að baki í skólakerfinu.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
Smábókaskápurinn

Hér er að finna gagnvirkar léttlestrarbækur sem einkum eru ætlaðar nemendum á yngsta stigi grunnskóla en henta einnig vel eldri börnum sem þurfa þjálfun í íslensku. Ég hef notað þessar bækur bæði i hópakennslu íslenskuskólanum í Jónshúsi og í einstaklingskennslu í Kötlu.

Read More
Jórunn Einarsdóttir
Ný útgáfa af Stundinni okkar

Við í Íslenskuskólanum í Jónshúsi höfum verið svo lánsöm að geta horft á íslenskt barnaefni í gegnum gervihnött. Kennsla í skólanum fer fram á laugardagsmorgnum og nestistímarnir hjá okkur hafa því oftast farið í það að horfa á íslenskt barnaefni. Nýlega bilaði gervihnötturinn í Jónshúsi og þá voru góð ráð dýr þar sem mikið af efninu á vef RÚV er lokað okkur sem búum erlendis.

Read More
Jórunn Einarsdóttir